Átta daga stuttmyndaveisla til styrktar ungum kvikmyndagerðarmanni
Andri Ingvarsson er ungur kvikmyndagerðarmaður sem í átta ár hefur háð baráttu við krabbamein. Með aðstoð skólafélaga hans úr Kvikmyndaskóla Íslands í samstarfi við Sláturhúsið og Héraðsprent er efnt til átta daga stuttmyndaveislu til styrktar Andra.Opnun stuttmyndaveislunnar, sem ber yfirskriftina Andrá, fer fram klukkan 18:00 á morgun og er fyrsta sýning klukkan 18:30. Í boði eru fjórir stuttmyndapakkar, hver um 70 mínútur að lengd, sem sýndir verða á opnunartíma Sláturhússins á þessum tíma.
Miðaverð er 1500 krónur fyrir alla fjóra pakkana eða 500 krónur fyrir einn.