Ríðandi á kjörstað: Skemmtilegur siður að halda við
Hestamennirnir Einar Þorsteinsson og Bergur Hallgrímsson fóru ríðandi á hestbaki á kjörstað í dag. Einar segir gaman þetta vera gamlan og góðan sið sem gaman sé að halda við.„Það er ekkert betra en að fara út í náttúruna á hestbaki og ef það er ekki í boði þá verður maður að fara í kaupstað á hestbaki,“ segir Einar.
Einar, sem er formaður hestamannafélagsins Freyfaxa á Fljótsdalshéraði, segist ekki áður hafa farið á hestbaki á kjörstað. „Menn gerðu þetta áður fyrr og þetta er skemmtilegur siður að halda við.“
Með honum í för var vinur hans, Bergur Hallgrímsson. Einar segir að fleiri hafi sýnt áhuga á að fara með en ekki verið tilbúnir að ganga alla leið. Einar sat Eir frá Hryggstekk en Bergur Báru frá Ketilsstöðum.
Aðspurður segist Einar spenntur fyrir kosningaúrslitunum í nótt. „Já, að sjálfsögðu. Ég hef mikinn áhuga á pólitík og fylgist ágætlega með.“