Metfjöldi á þjónustudegi Toyota
Aldrei hafa fleiri nýtt sér fría þrifaþjónustu á þjónustudegi Toyota hjá Bifreiðaverkstæði Austurlands (BVA) heldur en á laugardaginn.„Við þrifum 148 Toyotur þennan dag. Mætingin hefur aldrei verið betri,“ segir Markús Eyþórsson, framkvæmdastjóri BVA.
Hefð er komin á það að einn laugardag í maí bjóði Toyota viðskiptavinum sínum upp á þvott á bílum sínum. BVA hefur jafnan notið aðstoðar félagasamtaka við þvottinn en að þessu sinni var það meistaraflokkur kvenna hjá Hetti sem veitti hjálpina.