Fjör á skógarstund á Hallormsstað: Myndir
Tæplega fjörutíu manns mættu nýverið í skógargöngu í boði foreldrafélags Hallormsstaðarskóla. Meðal annars var farið í leiki í skógarrjóðrinu sem bæði börn og fullorðnir tóku fullan þátt í.Í leikjunum voru áttirnar æfðar, margir föðmuðu tré blindandi og bjuggu til skógarpúka af ýmsum stærðum og gerðum.
Skólinn var svo opinn líka og þótt ekki væri um formlega sýningu að ræða voru nokkrir kennarar á staðnum og gestir skoðuðu stofur, myndasýningu af ýmsum viðburðum í vetur og jólaþáttinn á N4 sem sýndur var 21. desember, en í honum var fjallað um jólastund og föndur í Hallormsstaðaskóla.
Síðan voru haldnir Kaffihúsatónleikar Tónlistarskólans á Egilsstöðum í íþróttahúsinu á Hallormsstað en þangað mættu um 100 gestir. Unglingadeild Hallormsstaðaskóla sá um veitingasölu og virtust gestir eiga ánægjulega stund við kertaljós og tónlist, enda margir efnilegir nemendur sem tóku þar þátt í að skemmta gestunum.