Dansaðu fyrir mig í Sláturhúsinu
Dansverkið „Dansaðu fyrir mig“ verður sýnt í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag. Verkið er sprottið upp úr draumi tæplega fimmtugs manns sem aldrei hafði stundað dans.Dansaðu fyrir mig er nýtt íslenskt dansverk eftir danshöfundinn Brogan Davison (ENG), tónlistarmanninn Ármann Einarsson (ÍSL) og leikstjórann Pétur Ármannsson (ÍSL). Sýningin fjallar um drauma, óttann við að vera ekki nógu góður og spurninguna: Er dans fyrir alla?
Í fyrra sagði fjörutíu og átta ára, þriggja barna faðir frá því að hann ætti sér draum um að búa til dansverk og flytja það í heimabæ sínum, Akureyri. Síðan þá hefur draumurinn ræst, nema núna vill hann dansa út um allan heim.
Ármann Einarsson er 172 sm. á hæð, með óvenjulega framstæða bumbu og einstaklega föðurlegt skopskyn. Ármann hefur aldrei stundað dans en á þó Íslandsmet í þrístökki drengja sem ekki hefur verið slegið síðan 1979.
Ármann á sér draum og sá draumur er að dansa.
Sýningin hefst klukkan 20:00 í frystiklefanum í Sláturhúsinu. Aðgangseyrir er 1.500 og ekki er tekið við kortum. Miðapantanir eru á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..