Gjörningaverkefnið Prjón í Skaftfelli

skaftfellSíðustu gjörningarnir í verkefninu Prjón verða fluttir í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag og á morgun. Fimm myndlistarmenn hafa síðustu tvær vikur gert tilraunir með gjörningalistformið.

Allir þessir listamenn eiga það sameiginlegt að hafa lítið sem ekkert stuðst við þetta listform við útfærslu á hugmyndum sínum áður og hafa þeir því þurft að nálgast hugmyndavinnu og viðfangsefni á nýjan hátt.

Prjón er stýrt af Ráðhildi Ingadóttur. Verkefnið byggir á þeirri staðhæfingu að áþreifanlegt birtingarform listaverks sé eingöngu brot af veruleika þess. Hinn raunverulegi kjarni listasköpunar er samspil innihalds og aðferðar. Hugsunarferli, innsæi og lífsviðhorf listamannsins er grundvallarforsenda frumsköpunar, en ekki færni og fínslípun í ákveðinni tækni.

Listamennirnir eru: Ásta Fanney Sigurðardóttir (ÍSL), Brent Birnbaum (BNA), Gavin Morrison (BRE/FRA), Karen Breneman (BNA), Karlotta Blöndal (ÍSL), Yvette Brackman (BNA/DAN).

Föstudagur
Kl. 17:00 TEIKNING
Karlotta Blöndal, Skaftfell - sýningarsalur
Kl. 18:00 ANDARGUGGI: óperu gjörningur
Ásta Fanney Sigurðardóttir & Gavin Morrison, Síldarvinnslan
Kl. 21:00 TAKK
Brent Birnbaum, Skaftfell – sýningarsalur
Kl. 22:15 LITIR OG UMHVERFI
Gestur: Borghildur Tumadóttir, Skaftfell

Laugardagur
Kl. 11:00 MINNINGARRÆÐA Í YFIRGEFINNI JARÐARFÖR
Gavin Morrison & Karen Breneman, Smábátahöfnin
Kl. 15:00 UMSKIPTINGURINN OG VEGGURINN
Yvette Brackman, Skaftfell – sýningarsalur
Kl. 18:00 ANDARGUGGI: óperugjörningur
Ásta Fanney Sigurðardóttir & Gavin Morrison, Bláa kirkjan

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar