Sumarbúðastarfið við Eiðavatn að hefjast

sumarbudir eidar webSumarbúðastarf Þjóðkirkjunnar á Eiðum hefst í næstu viku. Boðið er upp á fjóra mismunandi dvalarflokka í júnímánuði.

Þjóðkirkjan hefur rekið sumarbúðir á Eiðum frá árinu 1968, fyrst í Barnaskólahúsinu, en Kirkjumiðstöðin við Eiðavatn var vígð árið 1991 og hefur sumarbúðastarfið farið fram þar á hverju sumri eftir það.

Að þessu sinni verður boðið upp á fjóra dvalarflokka:
1. flokkur 4.-7. júní 4 dagar 12-14 ára 1999-2001 24.500 Ævintýraflokkur - Laus pláss
2. flokkur 10.-14. júní 5 dagar 8-12 ára 2001-2005 29.500 Fullbókað - Biðlisti!
3. flokkur 18.-21. júní 4 dagar 7-9 ára 2004-2006 24.500 Laus pláss
4. flokkur 23.-28. júní 6 dagar 10-13 ára 2000-2003 34.000 Leiklistarflokkur - Laus pláss

Leiklistarflokkurinn er nýbreytni í sumar, þar sem hluta dagsins verður varið í að æfa leikrit eða búa til stuttmynd, en að sjálfsögðu eru öll hin ævintýrin úr sumarbúðunum á sínum stað

Sumarbúðastjóri ársins er Hjalti Jón Sverrisson, guðfræðingur og tónlistarmaður úr Fellabæ, og með honum starfa öflugir, austfirskir leiðtogar sem allir fá fræðslu í upphafi sumars, m.a. um skyndihjálp og brunavarnir.

Hægt er að skrá þátttakendur í þá flokka, þar sem enn eru laus pláss, með því að hringja í síma 892-3890 eða í tölvupósti: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar