Breyttu húsi hjá Launafli fagnað í blíðviðri á Reyðarfirði: Myndir

launafl 0004 webStarfsmenn iðnfyrirtækisins Launafls buðu gestum og gangandi að skoða húsnæði fyrirtækisins í dag en ýmsu hefur breytt þar innanhúss síðustu misseri.

„Við erum formlega að taka í notkun smíðadeild og blikksmiðju sem hafa verið í öðru húsnæði og frekar takmörkuðu,“ segir Magnús Helgason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins.

„Við vorum líka að breyta rafmagnsverkstæðinu sem tekið var í notkun í fyrra og eins er ár síðan við opnuðum bifreiðaverkstæðið.“

Hjá Launafli vinna 130 manns en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við Alcoa. Gestir gátu skoðað húsnæðið auk þess sem boðið var upp á veitingar.

launafl 0001 weblaunafl 0002 weblaunafl 0003 weblaunafl 0006 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar