Skyndiskríll á flugvellinum á Egilsstöðum: Myndband

liljurnar stulknakorStúlknakór Egilsstaðakirkju, Liljurnar, tróðu óvænt upp á flugvellinum á Egilsstöðum þar sem farþegar biðu eftir töskum sínum og tóku lagið.

„Ef farþegarnir eru að bíða á annað borð, hvers vegna ekki að veita þeim smá óvænta afþreyingu til að lífga upp á daginn,“ segir Margrét Lára Þórarinsdóttir, stjórnandi kórsins.

Uppákoman kallast á ensku „FlashMob“ sem við kjósum að þýða sem „skyndiskríl.“ Það er gjörningur hóps eftir handriti. Hópurinn byrjar tvístraður og safnast síðan saman.

Þannig fóru stúlkurnar í kórnum að. Þær byrjuðu hver í sínu horninu að syngja „Lean On Me“, lag bandaríska söngvaskáldsins Bill Withers, og söfnuðust síðan saman við færibandið.

Þetta er í fyrsta skipti sem kórinn ræðst í svona gjörning. Margrét Lára segir hópinn hafa lært ýmislegt af uppákomunni á föstudaginn.

„Við munum láta aftur til skara skríða áður en langt um líður, gef þó ekkert upp um staðsetninguna!“

Hún segir að farþegarnir á flugvellinum hafi haft gaman af uppákomunni. „Ég gat ekki betur séð og heyrt en að farþegarnir virtust hafa gaman af Við höfðum alla veganna gaman af þessu!“



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar