60 þúsund þorskar í eldi í Berufirði

Fiskeldi HB Granda í Berufirði fékk nýverið 27 þúsund þorskseiði frá Stofnfiski sem komið var fyrir í eldiskvíum í firðinum. Þetta var annar seiðaskammturinn í sumar því í júní voru sett út 23 þúsund seiði. Tíu þúsund þorskar voru fyrir í eldi þannig að um sextíu þúsund fiskar eru alls í stöðinni. Fiskurinn sem er í eldiskvíunum verður væntanlega ekki kominn í sláturstærð fyrr en í lok næsta árs, að því er fram kemur á heimasíðu HB Granda.

 

ImageÞar er haft eftir Kristjáni að leitað sé leiða til að draga úr afföllum á fiski í eldiskvíunum. Einkum er horft til útsetningartímans og stærð þorskseiðanna þegar þau fara í kvíarnar.

„Þetta eru þeir þættir í eldinu sem auðveldast er að stjórna. Þá má nefna að nú þegar við fengum seinni seiðaskammtinn þá flokkuðum við lökustu seiðin frá og settum aðeins út bestu og lífvænlegustu seiðin. Þetta gefur okkur tækifæri til að bera saman afföllin á þessum tveimur seiðahópum,“ segir Kristján.

Þorski var síðast slátrað í Berufirði fyrir áramót en sá fiskur þykir hafa komið vel út í vinnslu.  Kristján segir að hann hefið mátt vera stærri en úr því rætist vonandi með tímanum. „Þetta er kynbótaverkefni og með því að velja stærstu þorskana til undaneldis, ætti að vera hægt að fá fisk sem vex hraðar og verður stærri án þess að fóðurkostnaður aukist.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.