Rostungur flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði

rostungur rfj kristjan svavarsUm þriggja metra rostungur vakti mikla athygli Austfirðinga í gær þar sem hann flatmagaði í sólinni í Reyðarfirði. Sjónarvottar segja að rostungurinn hafi legið þar pollrólegur, alveg flatur og haft það gott. Stöku sinnum hafi hann reist sig upp. Rostungurinn hafði áður viðkomu í Færeyjum og þarlendis hafa menn fylgst fullir áhuga með ferðum dýrsins.

Mynd: Kristján H. Svavarsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar