KFF fékk styrk frá EFLU

efla samfelagssjodur webStarf Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar var eitt þeirra verkefna sem fékk styrk úr samfélagsjóði verkfræðistofunnar EFLU sem úthlutað var úr í fyrsta sinn fyrir skemmstu.

Alls var úthlutað fjórum milljónum króna til sjö verkefna víðs vegar um landið. Um sjötíu umsóknir bárust en sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 40 ára afmæli fyrirtækisins. Markmið hans er að láta gott af sér leiða í samfélaginu og styrkja verðug verkefni.

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar var meðal styrkþega að þessu sinni en félagið hlaut styrk til að styðja við íþróttastarf á félagssvæðinu.

Tekið er á móti umsóknum í samfélagssjóðinn allt árið en úthlutað er úr sjóðnum tvisvar ár ári, að vori og hausti ár hvert.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar