Sparisjóður Norðfjarðar veitir tæpum tveimur milljónum til samfélagsverkefna
Sparisjóður Norðfjarðar veitti nýverið 1,8 milljóna styrki til íþrótta- og félagasamtaka í Fjarðabyggð. Samkvæmt lögum er sparisjóðum skylt að verja ákveðnum hluta hagnaðar til samfélagsmála.Það var í fyrra sem samþykktar voru á Alþingi breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar sneru að rekstri sparisjóða en samkvæmt nýjum lögum ber þeim að verja að lágmarki 5% hagnaðar síðasta árs til samfélagsverkefna á starfssvæði sínu.
Hagnaður Sparisjóðsins í fyrra fyrir skatta voru 31,2 milljónir króna. Eftirtalin félög tóku fagnandi á móti stuðningnum og óskum um velfarnað í starfi.
Íþróttafélagið Þróttur
Ungmennafélagið Austri
Ungmennafélagið Valur
Ungmennafélagið Leiknir
Ungmennafélagið Súlan
Leikfélagið Djúpið
Kvenfélagið Nanna
Velferðarsjóður Fjarðabyggðar
Hollvinasamtök FSN
Bæjarhátíðin Neistaflug
Bæjarhátíðin Franskir dagar