Sól og blíða á 17. júní hátíðahöldum í Neskaupstað: Myndir

IMG 9139 webVeðrið lék við bæjarbúa á 17. júní hátíðarhöldum í Neskaupstað þar sem aðalhátíðarhöldin voru innan Fjarðabyggðar í ár. Gert er ráð fyrir að hátíðarhöld á þjóðhátíðardeginum ferðist á milli byggðarkjarna í sveitarfélaginu á næstu árum.

Dagskráin hófst á skrúðgöngu en gengið var frá íþróttahúsinu að fótboltavellinum þar sem aðaldagskráin fór fram.

Fjallkonan kom ríðandi á hestbaki og flutti ljóð. Þetta árið var það Dagný Ásta Rúnarsdóttir sem fékk þann heiður.

Lúðrasveit Norðfjarðar spilaði einnig nokkur vel valin lög ásamt því að leikskólakór Sólvallar steig á svið og söng 17. júní lagið.

Leikfélag Norðfjarðar lét sig auðvitað ekki vanta og persónur úr leikritinu Allt í plati skemmtu krökkunum en Níels api komst ekki þar sem hann var á apaættarmóti.

Leikfélag VA, Djúpið, tók einnig þátt í skemmtuninni og sá um andlitsmálningu fyrir börnin.

IMG 9114 webIMG 9115 webIMG 9116 webIMG 9120 webIMG 9122 webIMG 9140 webIMG 9141 webIMG 9144 webIMG 9145 webIMG 9185 webIMG 9195 webIMG 9200 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar