Íslenskir bíódagar í Sláturhúsinu í sumar

slaturhusid egsFjórar íslenskar bíómyndir eru sýndar á virkum kvöldum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í sumar með enskum texta.

Kveikjan að þessum sýningum kom þegar Kvikmyndaleikstjórar og Kvikmyndamiðstöð Íslands bauð upp á íslenska bíódaga í vetur og var Sláturhúsið og MMF hluti af því framtaki.

Sýningar eru mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga klukkan 20.00 og munu sýningarnar standa langt inn í sumarið.

Myndirnar eru sýndar með leyfi leikstjóra og framleiðenda myndanna og er aðgangur ókeypis.

Mánudagar: Rokk í Reykjavík - Friðrik Þór Friðriksson
Þriðjudagar: Gauragangur - Gunnar Björn Guðmundsson
Miðvikudagar: Draumalandið - Þorfinnur Guðnason/ Andri Snær Magnason
Fimmtudagar: Astrópía - Gunnar Björn Guðmundsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar