Ísólfur fær styrk til að kaupa nýjan snjóbíl

landsbankinn samfelagsstyrkir juli13Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði fékk nýverið styrk upp á hálfa milljón króna úr Samfélagssjóði Landsbankans til kaupa á nýjum snjóbíl. Að þessu sinni var úthlutað fimmtán milljónum til 34 verkefna.

Félagar í Ísólfi fengu fjölmörg útköll á snjóþungum vetri en Fjarðarheiðin reyndist gjarnan ferðatálmi í vetur. Verkefni þeirra er hið eina austfirska á listanum yfir styrkþega.

Veittir voru þrír styrkir upp á eina milljón hver, sautján upp á hálfa milljón og fjórtán að fjárhæð 250.000 krónur. Yfir 450 umsóknir bárust sjóðnum að þessu sinni.

Samfélagsstyrkjum er einkum ætlað að styðja við þá sem sinna mannúðar- og líknarmálum, menntamálum, rannsóknum og vísindum, verkefnum á sviðum menningar og lista, forvarnar- og æskulýðsstarfi og sértækri útgáfustarfsemi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar