Karlakvartett á ferð um Austurland
Karlakvartett, skipuðum nokkrum af fremstu söngvurum landsins, verður á ferð um Austfirði næstu daga. Kvartettinn skipa: Garðar Thór Cortes, Gissur Páll Gissurarson, Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson. Jóhann G. Jóhannsson útsetur og leikur á píanó.Efnisskráin er vönduð, en leikandi létt glens kryddar flutninginn. Þar á meðal eru Bítlalög, þekktir madrigalar, óperettulög og síðast en ekki síst sprenghlægilegir textar og lög eftir þá félaga Þórarin Eldjárn og Jóhann G. Jóhannsson.
Tónleikarnir verða sem hér segir: Miðvikudaginn 24. júlí kl. 20 í Egilsbúð í Neskaupstað, fimmtudaginn 25. júlí kl. 20,30 í Álfacafé á Borgarfirði eystra og föstudaginn 26. júlí kl. 18 og 20 í Fáskrúðsfjarðarkirkju.