Um 300 ungmenni á unglingalandsmóti Landsbjargar: Myndir
Um þrjú hundruð ungmenni á aldrinum 13-17 ára dvöldust á Norðfirði síðustu helgina í júní þar sem fram fór unglingalandsmót Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Lengst að komu Ísfirðingar en þeirra ferðalag tók fimmtán klukkutíma.Fjölbreytt dagskrá var alla helgina en áherslan er á samvinnu, traust og holla tómstundaiðju. Meðal annars er búið upp á æfingar í skyndihjálp, fjallamennsku, rötun og ferðamennsku.
Að þessu sinni var líka boðið upp á leitartækni og rústabjörgun auk þess sem margir skelltu sér á kajak. Á laugardeginum fóru fram björgunarleikar þar sem unglingarnir keppt var í hinum ýmsu þrautum tengt björgunarsveitarstarfi og öðrum til skemmtunar.
Þá var lagt upp með að unglingarnir tækju virkan þátt í efla og þróa sitt eigið starf. Þannig var í gangi hugmyndabanki alla helgina þar sem lagðar voru fram hugmyndir og ábendingar um framtíðarstarf.
Unglingalandsmótin eru haldin á tveggja ára fresti. Innan Landsbjargar starfa 54 unglingadeildir.
Austurfrétt leit við á björgunarleikunum og fangaði stemminguna.