Svipmyndir frá Neistaflugi á DVD

neistaflug1994Verslunarmannahelgarhátíðin Neistaflug hefur verið haldin í tuttugu ár. Í fyrra var byrjað að gefa út svipmyndir frá hátíðinni á DVD diskum og í síðustu viku kom diskur númer tvö í röðinni út.

Það er Hafdal kvikmyndagerð sem gefur út diskana en Þórarinn Hávarðsson tók upp fyrstu tíu hátíðirnar. Diskurinn sá annar í röðinni af tíu sem koma eiga út á næstu árum.

Neistaflugshátíðin var fyrst haldin árið 1993 og er því tuttugu ára gömul. Á disknum sem kom í Tónspil í síðustu viku eru svipmyndir frá hátíðinni árið 1994.

Meðal skemmtikrafta það ár voru Páll Óskar og Milljónamæringurinn, Bubbi Morthens og Geirmundur Valtýsson ásamt hljómsveit.

Nánari upplýsingar eru á www.hafdal.is.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar