Aðsóknarmet slegið á Austurfrétt
Aðsóknarmet var slegið á Austurfrétt í 31. viku ársins þegar gestir voru 12.976 talsins. Er það tæp tvöföldun á eldra aðsóknarmeti.Vikan teygði sig frá mánudeginum 29. júlí til sunnudagsins fjórða ágúst. Mesta athygli í vikunni vakti leiðari Austurfréttar sem var andsvar við leiðara Fréttablaðsins um umræðu um bæjarhátíðir.
Hinir árlegu listar um tekjur Austfirðinga hlutu einnig gríðarlega athygli.
Eldra metið var sett síðasta haust en þá litu tæplega 7.600 gestir í heimsókn. Að meðaltali hafa 3.500 gestir heimsótt Austurfrétt í hverri viku undanfarið ár.
Nýr vefur Austurfréttar var settur í loftið í maí síðastliðnum. Síðan þá hefur heimsóknum á vefinn fjölgað jafnt og þétt.