Mikil stemming á Bræðslunni: Myndir
Fjöldi manns sótti tónlistarhátíðina Bræðsluna sem haldin var á Borgarfirði eystra fyrir skemmstu. Eins og fyrri ár margfaldaðist íbúafjöldi staðarins á meðan hátíðin stóð yfir.Sífellt teygist úr hátíðinni en fyrstu gestirnir komu strax á þriðjudegi. Voru þar meðal annars á ferðinni meðlimur úr Lúðrasveit Þorlákshafnar sem tróðu upp með Jónasi Sigurðssyni í Fjarðarborg á fimmtudagskvöldi.
Laugardagskvöldið var samt aðalkvöldið að vanda en þar komu fram Ásgeir Trausti, Bjartmar Guðlaugsson, Magni, John Grant og Mannakorn.
Austurfrétt mætti og tók púlsinn á stemmingunni.