Fimmtíu þátttakendur á Brennómóti
Um fimmtíu þátttakendur á öllum aldri tóku þátt í Brennómóti sem haldið var á Egilsstöðum í síðustu viku í tengslum við Ormsteiti. Lið Snap sigraði á mótinu.Í útsláttarkeppninni spiluðu liðin sem voru samansett af fjölskyldumeðlimum á móti hvort öðru og svo lið fullorðna fólksins á móti hvort öðru.
Dekkjahöllin sigraði Landsbankann en var síðan slegin út af Ormunum (liði samansettu af strákum á aldrinum 8-13 ára). Ormarnir spiluðu síðan úrslitaleikinn við lið sem kallaði sig Snap og fór Snap með sigur af hólmi.