Fjör í Fljótsdal á sunnudag: Ormsteiti lýkur
Lokadagur Ormsteitis verður að venju Fljótsdalsdagur með dagskrá inn til dala og upp til fjalla.Sunnudagurinn 18. ágúst hefst með gönguferð frá Laugarfelli að fossinum Faxa í Jökulsá í Fljótsdal og getur göngufólk slakað á eftir ferðina í heitum laugum með útsýni á Snæfellið.
Niðri í Fljótsdal verður boði upp á ferðir inn í Fljótsdalsstöð, barnastundir í Snæfellsstofu og dagskrá á Skriðuklaustri eftir hádegi er með venjubundnu sniði. Lára Rúnars heldur tónleika kl. 13.30 og í kjölfarið spreyta ungir sem aldnir sig á steinatökum, pokahlaupi, fjárdrætti og rabarbaraspjótkasti. Yngsta kynslóðin mættir síðan með lengstu rabarbaraleggi sem þeim hefur tekist að finna á Héraði.
Lokaathöfn Ormsteitis er síðan guðsþjónusta á rústum klausturkirkjunnar á hinu glæsilega minjasvæði Skriðuklausturs.