Ormsteiti: Bleika hverfið vann hverfaleikana - MYNDIR
Bleika hverfið, sem gjarnan er kennt við Selbrekku á Egilsstöðum, fagnaði sigri í hverfaleikum Ormsteitis sem haldnir voru á Vilhjálmsvelli í upphafi héraðshátíðarinnar. Fellbæingar fengu verðlaun fyrir bestu skreytingarnar.Hátíðin stóð yfir í tíu daga en hófst að vanda formlega með hverfaleikunum. Þar reyndu hin ýmsu hverfi Fljótsdalshéraðs með sér í þrautum á borð við karamellusöfnun, vatnsbrautarrennslu og hjónaþrautum.
Skreytingar í hverfunum töldu einnig til stiga en sem fyrr segir fengu Fellbæingar flest stig fyrir þær. Í heildarstigakeppninni var það hins vegar Bleika hverfið sem stóð sig best. Bikarinn vantaði þar sem Bláa hverfið, sem sigraði í fyrra, skilaði honum ekki í tíma fyrir leikana.
Austurfrétt mætti á Vilhjálmsvöll og fangaði augnablikin.