Sýndi muni úr hreindýrshornum í Gamla Kaupfélaginu

hreindyrshorn bdalsvik 2 webJóhann S. Steindórsson, handverksmaður, sýndi nýverið muni sem hann hefur unnið úr hreindýrshornum í Gamla Kaupfélaginu á Breiðdalsvík. Ár er síðan Jóhann byrjaði að hanna og smíða slíka gripi.

Jóhann er fæddur og uppalinn Stöðfirðingur en hefur búið á Breiðdalsvík í rúm tuttugu ár. Hann hefur starfað sem sjómaður og veiðimaður og ávallt unað sér vel úti í náttúrunni.

Á sýningunni mátti sjá muni úr hreindýrshornum, allt frá skartgripum til hnífsskafta. Um ár er síðan Jóhann byrjaði að vinna úr hornunum til að fylla upp í lausar stundir og kom sér upp aðstöðu í hluta beitingahúss sem hann á með bróður sínum.

Myndir: Arna Silja Jóhannsdóttir
hreindyrshorn bdalsvik 1 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar