Safnaði rúmum 80 þúsund krónum til styrktar krabbameinsfélaginu
Jón Aðalsteinn Ragnhildarson, níu ára Egilsstaðabúi, safnaði í dag 81 þúsund krónum til styrktar Krabbameinsfélagi Austurlands. Hann kom sér fyrir við Bónus á Egilsstöðum og seldi þar muni úr dánarbúi afa síns og ömmu til minningar um þau og frænda sinn.„Þetta er frábært framtak. Það veitir ekki af þessum peningum. Það er alltaf mikil þörf hjá félaginu,“ sagði Alfreð Steinar Rafnsson, formaður Krabbameinsfélags Austurlands, í samtali við Austurfrétt en hann veitti fénu viðtöku seinni partinn í dag.
Jón Aðalsteinn er nefndur eftir frænda sínum Jóni Aðalsteini Kjartanssyni en salan var í minningu hans og þeirra Birnu Þórunnar Aðalsteinsdóttur og Árna Björgvins Sveinssonar.