Busar boðnir velkomnir í ME – Myndir
Nýnemar við Menntaskólann á Egilsstöðum voru nýverið boðnir velkomnir í skólann með hinni hefðbundnu busun. Hápunktur hennar var ferð um „drullubrautina“ sem er þrautabraut skammt neðan við skólann.Austurfrétt mætti á svæðið og fylgdist með því sem fram fór en busuninni lauk með því að böðlarnir voru farnir að ýta hverjum öðrum út í brautina.
Nýnemar við Menntaskólann í ár eru um 80 talsins, nokkru færri en í fyrra. Í dagskóla eru rúmlega 290 og fjarnemar við skólann um 150.
Helstu breytingar á starfsliiði skólans eru þær að Árni Ólason hefur tekið við starfi áfangastjóra af Þorbirni Rúnarssyni sem er í launalausi leyfi. Þá hefur starfsfólki á starfsbraut skólans verið í samræmi við aukningu nemenda á henni, meðal annars með ráðningu þroskaþjálfara, iðjuþjálfa og stuðningsfulltrúa.