Bleikir matseðlar á fimmtudagskvöld
Fimm austfirskir veitingastaðir taka þátt í bleiku kvöldi Krabbameinsfélags Íslands á fimmtudagskvöld. Boðið er upp á bleikan matseðil og rennur allt af 20% af verði hans til styrktar austfirsku krabbameinsfélögunum.Veitingastaðirnir sem bjóða upp á bleika matseðilinn eru:
Egilsbúð Neskaupstað
Kaffihúsið á Eskifirði
Tærgesen Reyðarfirði
Skaftfell Bistro Seyðisfirði
Gistihúsið á Egilsstöðum