Brúarásskóli hlaut viðurkenningu fyrir framkvæmdagleði í Samfellu
Nemendur Brúarásskóla fengu nýverið viðurkenningu fyrir framlög sín í SAMFELLU, forkeppni félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði fyrir SAMAUST, hátíð félagsmiðstöðva á Austurlandi.„Krakkarnir í Brúarásskóla sýndu mikla framkvæmdagleði,“ segir Eysteinn Hauksson, forstöðumaður félagsmiðstöðvanna á Fljótsdalshéraði.
SAMFELLA skiptist í söngkeppni annars vegar og stílistakeppni hins vegar. Sex af ellefu atriðum söngkeppninnar komu úr Brúarási og þrjú af fimm liðum í stílkeppninni, þar á meðal eina strákaliðið.
„Það er greinilega að mikill kraftur býr í unglingunum í Brúarásskóla. Við færðum þeim því sérstakt skjal til viðurkenningar á þessari framtakssemi. Á skjalinu stóð að Brúarásskóli væri góð fyrirmynd annarra skóla, hvað þátttöku í þessum keppnum varðaði.“