Eitt þúsund VÍS húfur á Austurlandi

vis hufur vopni webVÍS hefur undanfarnar vikur gefið viðskiptavinum með F-plús tryggingu húfur fyrir börn svo þau sjáist fyrr en ella í myrkri. Um eitt þúsund húfum er dreift á Austurlandi.

„Hér í fjórðungnum dreifum við um 1.000 húfum á skrifstofunum sjö. Það er gaman að taka þátt í þessu verkefni þriðja árið í röð enda viðtökurnar alltaf jafn góðar,“ segir Methúsalem Einarsson umdæmisstjóri VÍS á Austurlandi.

Á landsvísu svarar fjöldi húfa til þess að fjögur af hverjum tíu börnum á landinu 3ja til 12 ára hafi fengið húfu. Ólíkt íbúum annarra landshluta geta Austfirðingar víðast hvar enn nælt sér í húfu.

Methúsalem segir fyrirtækið stolt af þessu framtaki. „Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og stuðla að auknu öryggi í umferðinni.

Ég nefni líka gangbrautarvörslu okkar um daginn í því samhengi þegar við tókum daginn snemma og aðstoðuðum ungviðið yfir götu á leið í skóla. Húfurnar koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þær góð viðbót.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar