Safnað fyrir línuhraði á Landsspítalann: Bækur seldar eftir vigt í Ássókn
Efnt verður til bóksölu og kaffisamsætis í Ássókn í Fellum um helgina. Tilefnið er söfnun Þjóðkirkjunnar til kaupa á nýjum línuhraði fyrir Landsspítalann.
Á laugardaginn verður efnt til bóksölu í Kirkjuselinu í Fellabæ. Ýmsir bókatitlar verða til sölu, bæði eldri og nýrri bækur, vasabrotsbækur á íslensku, dönsku og ensku svo eitthvað sé nefnt.
Bækur verða seldar eftir vigt og kostar kílóið 1.000 krónur. Lágmarksverðið á stökum bókum er 200 krónur.
Á boðstólum verður kaffi, te, safi og kleinur og tekið við frjálsum framlögum fyrir kaffi og meðlæti. Húsið opnar kl. 13:00.
Í Guðsþjónustu í Áskirkju á sunnudag verður einnig söfnunarbaukur og þar verður tekið við frjálsum framlögum í söfnunina.
Allt söfnunarféð verður lagt inn á eftirfarandi reikning og mun nýtast til kaupa á Línuhraðlinum fyrir Landspítalann. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, afhendir söfnunarféð í nóvember.
Söfnunarreikningurinn er 0301-26-050082, kt. 460169-6909.