Það er komið sumar
Þó að sumarið sé komið er gott að muna að veturinn er nýliðinn með sínum snjó, ófærð, kulda og allskonar óhagræði sem enginn saknar. Með því að minnast vetrarins njótum við sumarsins bara betur.Þessi mynd sem vefurinn fékk senda minnir okkur sannalega á veturinn og þá erfiðleika sem honum geta fylgt. Myndin er tekin 5. apríl 2008 en þann dag flutti sjúkrabíllinn á myndinni lærbrotna konu yfir Fjarðarheiði, frá Seyðisfirði í Egilsstaði. Vegna ófærðar var bíllinn 5,5 klukkustundir á leiðinni yfir heiðina, bílstjórar voru Reynir Júlíusson og Guðni Sigmundsson . Sagan segir að eftir þessa löngu ferð konunnar í sjúkrabílnum hafi deyfingin hjá henni verið farin að dofna þegar niður af heiðinni kom.