Aðalsteinn í sauðburði
Nú stendur sauðburður sem hæst í sveitum, mikið að gera, fjölmennt á sumum bæjum og sauðburður um það bil hálfnaður víðast hvar. Fátítt mun samt vera að fjórir menn vinni við sauðburð á sama bænum sem allir heita sama nafninu.Á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal eru sauðburðarmenn margir og fyrir kemur að þar eru við störf fjórir Aðalsteinar á sama tíma. Þessi Aðalsteinaskari er að vísu skyldur, allir eru þeir afkomendur Aðalsteins Jónssonar sem bjó á Vaðbrekku 1922 til 1972 ásamt konu sinni Ingibjörgu Jónsdóttir.
Sitjandi á garðabandi taldir frá vinstri Aðalsteinn Sigurðarson (Aðalsteinn), Aðalsteinn Aðalsteinsson (Steini), Aðalsteinn Aðalsteinsson (Danni), og Aðalsteinn Jónsson (Alli).