Aðeins ein sól sem mannfólkið skiptir ekki á milli sín

„Af hverju skín sólin ekki á mig“ er ný barnabók eftir Egilsstaðabúann Ásgeir Hvítaskáld. Þetta er önnur bók hans um Tóta sem á töfratúkall, en sú fyrri kom út árið 2019.

Í þessari sögu óskar Tóti litli þess einn rigningardag að sólin skíni á hann og garðinn hans. Við það staðnæmist sólin á himinhvolfinu og skín aðeins á norðurhvel jarðar.

Afleiðingar þess eru að Ísland breytist í eyðimörk en bílarnir í Ástralíu frjósa fastir.

Í tilkynningu segist höfundur vonast til að foreldrar og börn lesi bókina saman og ræði hana á eftir. Allir vilji hafa sól en hún sé aðeins ein og mannfólkið á Jörðinni verði að skipta henni á milli sín.

Bókin er 50 síður og hana prýða 26 myndskreytingar eftir Nínu Ivanovu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.