Skip to main content

Aðeins ein sól sem mannfólkið skiptir ekki á milli sín

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. okt 2021 15:39Uppfært 27. okt 2021 15:41

„Af hverju skín sólin ekki á mig“ er ný barnabók eftir Egilsstaðabúann Ásgeir Hvítaskáld. Þetta er önnur bók hans um Tóta sem á töfratúkall, en sú fyrri kom út árið 2019.


Í þessari sögu óskar Tóti litli þess einn rigningardag að sólin skíni á hann og garðinn hans. Við það staðnæmist sólin á himinhvolfinu og skín aðeins á norðurhvel jarðar.

Afleiðingar þess eru að Ísland breytist í eyðimörk en bílarnir í Ástralíu frjósa fastir.

Í tilkynningu segist höfundur vonast til að foreldrar og börn lesi bókina saman og ræði hana á eftir. Allir vilji hafa sól en hún sé aðeins ein og mannfólkið á Jörðinni verði að skipta henni á milli sín.

Bókin er 50 síður og hana prýða 26 myndskreytingar eftir Nínu Ivanovu.