
„Ætli þetta sé ekki bara spennufíkn“
„Þetta er góð og samstillt áhöfn, góð beita og góð útgerð,“ segir Rafn Franklín Arnarson, skipstjóri á Sandfelli SU 75 frá Fáskrúðsfirði, um dæmalaust gott fiskirí síðastliðna mánuði.
Sandfell er hefur verið í eigu Loðnuvinnslunnar í rúmt ár og frá upphafi verið einn af aflahæstu bátum í sínum stærðarflokki yfir landið.
Sandfell var aflahæstur í ágústmánuði með 237,3 tonn í 24 veiðiferðum. Mesti afli í einni veiðiferð var 22,8 tonn.
Að austan á N4 kom við á höfninni á Stöðvarfirði fyrir suttu þar sem strákarnir voru að landa eftir enn einn metdaginn.