Afar vegleg dagskrá Franskra daga á Fáskrúðsfirði

Óformlega er sólarhringur í að hátíðin Franskir dagar hefjist í 27. skiptið á Fáskrúðsfirði en linnulítil dagskrá er í boði fyrir alla aldurshópa frá morgundeginum og langt fram á sunnudag. Formlega talað er þó setning Franska daga ekki fyrr en á fimmtudagskvöldið samhliða hinni þekktu kenderísgöngu

Hátíðin fyrir löngu orðin ein af þekktari bæjarhátíðum landsins og nú sem fyrr trekkir hún ýmsa þekkta listamenn sem skemmta heimamönnum og gestum eins og þeir best geta næstu dagana. Að frátöldum Stórdansleiknum, Sumarfjarðaballinu og kirkjutónleikum með Bjartmari Guðlaugssyni er frítt inn á alla viðburði í bænum og þeir ekki af skornum skammti.

Hátíðin hefst með gönguferð upp með Eyrará klukkan 18 annað kvöld áður en fólk streymir inn í Skrúð þar sem Villi Naglbítur býður upp á pöbbkviss. Á fimmtudeginum hefst stuðið klukkan 16 þegar leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt. Að henni lokinni verður hin árlega hjólreiðakeppni Tour de Fáskrúðsfjörður áður en formleg setning verður haldin í lok kenderísgöngunnar.

Dagskráin mjög viðamikil og þar eitthvað fyrir alla en hana má sjá í heild sinni hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar