Skip to main content

Aflaverðmæti Aðalsteins yfir milljarð

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 27. ágú 2009 16:17Uppfært 08. jan 2016 19:20

Aflaverðmæti Aðalsteins Jónssonar SU-11, flaggskips Eskju, er komið yfir einn milljarð það sem af er árinu.

Í frétt á vef fyrirtækisins segir að þennan góða árangur megi að hluta þakka mjög góðri makrílveiði í júní og byrjun júlí. Togarinn hefur að undanförnu veitt síld sem er flökuð og fryst fyrir markað í austur-Evrópu.