„Álar alveg geggjaðar skepnur“
Vart líður nú vika milli þess sem nemendur í Nesskóla í Neskaupstað fái ekki heimsóknir gesta með forvitnilega hluti í farteskinu. Í síðustu viku fengu krakkarnir að sjá og upplifa það sem oft hefur verið kallað ein dularfyllsta skepna heims: lifandi álar.
Þegar talið berst að álum á Íslandi er það oftar en ekki Hornafjörður sem kemur upp í hugann því þar hafa veiðar á ál verið stundaðar um nokkra hríð gegnum tíðina. Þeir finnast þó mun víðar en það en eru jafnan það fáir á hverjum stað að engir veita þeim eftirtekt. Var ákveðið að friða íslenskan ál hér fyrir nokkru einmitt þar sem mun minna hefur hefur fundist af þeim hérlendis allra síðustu árin en áður var raunin.
Sá sem kom færandi hendi í Nesskólann var Jón Aðalsteinn Jónsson en Jón segir aðspurður lengi vel haft mikinn áhuga á þessum forvitnilegu dýrum. Þau veiðar hann í grennd við flugvöllinn í firðinum í sérstakar gildrur endrum og sinnum en gætir þess að sleppa þeim öllum aftur og hefur aldrei lagt ál sér til munns.
„Ég hef stundum farið með nokkra þeirra í skólann því krökkunum finnst svo forvitnilegt að sjá þessi dýr því fæst okkur sjá nokkurn tímann svona kvikindi. Ég fanga þá á nokkurra ára fresti eiginlega bara til að sýna krökkunum en svo hleypi ég þeim aftur út í náttúruna. Ég hef lengi verið heillaður af álum enda ekkert minna en merkilegt að þeir hrygna alla leið í Þanghafinu [Sargasso-hafinu] og svo berast þeir þaðan um allt í Evrópu og hingað líka. Þetta eru alveg geggjaðar skepnur að mínu viti og ótrúlega flott dýr.“
Það sem þykir hvað merkilegast við ála samkvæmt vísindasamfélaginu er sú staðreynd að þeir eru flugsyndir án þess þó að hafa ugga af nokkurri stærð. Álar jafnframt ein fárra tegunda í hafinu sem geta synt bæði fram og aftur. Þeir vakið athygli í aldaraðir og ekki minni menn en Aristóteles og Sigmund Freud verið dolfallnir yfir þessum skepnum gegnum tíðina.
Jón Aðalsteinn sýnir nemendum Nesskóla lifandi ála reglulega og ekki bregst að nemendunum þykir mikið til koma. Mynd Sunna Björg Guðnadóttir