Alcoa Fjarðaál býður konum í kvennakaffi
Eins og undanfarin ár býður Alcoa Fjarðaál konum til kaffisamsætis í álverinu í tilefni kvennadagsins sem er á morgun, 19. júní. Samkoman hefst í mötuneytinu kl. 17. Starfsmenn flytja ávarp og skemmta gestum með tónlist auk þess sem Tryggvi Hallgrímsson kynnir starfsemi Jafnréttisstofu og lög um jafnrétti. Að lokum verður boðið upp á skoðunarferð um álverið. Fjarðaál hvetur konur á Austurlandi til að fjölmenna í kvennakaffið.