Allir komi fagnandi á jólaball sunnudagaskólans á Seyðisfirði

Á sunnudaginn kemur verður blásið í alvöru jólaball hjá sunnudagaskóla Seyðisfjarðarkirkju en þar skal fagna hátíðinni með bravúr í safnaðarheimili kirkjunnar að kirkjustund lokinni. Heil hljómsveit mætir á staðinn auk rauðklæddra sveina af fjöllum auk annars en undirbúningurinn ekki alveg verið sáraeinfalt mál að sögn sóknarprestsins.

Helgistund í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði er nokkuð sem jafnan er eftirminnilegt þeim er það prófa en enginn hefur reynslu af jólaballi í safnaðarheimilinu því nú á sunnudaginn verður þar haldið allra fyrsta jólaball sunnudagaskólans og það í húsakynnum sem varla nær hundrað fermetrum að stærð. Sú staðreynd kostað nokkra vinnu af hálfu sóknarprestsins Sigríður Rúnar Tryggvadóttur en til þess hefur hún notið mikillar hjálpar dóttur sinnar.

„Það hefur lengi verið ákveðinn draumur hjá mér að bjóða á jólaball fyrir nemendur Sunnudagaskólans í desembermánuði en það aldrei orðið fyrr en nú að dóttir mín ákvað að þetta skyldi verða að veruleika og hefur hjálpað mér heilmikið að undirbúa þennan fögnuð. Við erum búnar að vera að því að rústa til og bera jafnvel út húsgögn og annað til að skapa pláss til að koma öllum fyrir. Við fengum lánað pínulítið og mjótt jólatré og svo fengum við Jónas frá Breiðavaði, sem enn er kenndur við þann stað þó hann sé löngu fluttur þaðan, til þess ásamt tveimur félögum sínum til að troða upp og spila falleg jólalög. Jákvætt svar frá þeim þýddi að við þurftum að bera út extra mörg húsgögn úr safnaðarhúsinu en á móti kemur þá verður þetta vafalítið mun skemmtilegra en ella.“

Sunnudagaskólinn hefst á jólastund í kirkjunni sjálfri áður en allir ganga yfir í safnaðarheimilið.

„Þar förum við að dansa og þangað koma rauðklæddir vinir úr fjöllunum. Þeir búa allir í Bjólfinum þannig að það er ekki langt fyrir þá að fara. Það reyndar fer milli mála hvar þeir búa og bæði Vestdalseyrin og Sandhólatindur koma til greina en það er til jólasafndiskur frá danska fyrirtækinu Bing & Gröndal sem sýnir þá koma niður frá Vestdalseyrinni og Bjólfurinn í bakgrunni. Í öllu falli vilja þeir vera með börnunum og hvorki þeir né aðrir munu hunsa boð í piparkökur og kakó.“

Sigríður gallhörð á því að allir séu velkomir á jólaballið burtséð frá því hvort þeir séu í sunndagaskólanum eður ei. Sjálf er hún tilbúin til að færa út enn fleiri húsgögn ef mæting verður verulega umfram það sem húsnæðið þolir. Allir komi þangað fagnandi en sunnudagaskólinn hefst formlega klukkan 11 á sunnudagsmorgunn.

Fátt betra en að dansa kringum jólatréð með vinum, fjölskyldu og jólasveinum. Slíkt verður einmitt á dagskrá sunnudagaskólans á Seyðisfirði um helgina. Mynd Kirkjan.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar