Orkumálinn 2024

Allra veðra von á Austurlandi

Sirkushópurinn Hringleikur hefur verið á ferð um landið í sumar og nú er komið að Austurlandi. Sýningin ber nafnið Allra veðra von og var sýnd í Tjarnarbíói í vor og hlaut góðar viðtökur og fékk hópurinn m.a. Grímuverðlaunin fyrir dans- og sviðshreyfingar ársins 2021.


„Allra veðra von er nýsirkussýning þar sem sirkuslistin er notuð til að skoða tengsl mannsins við veðrið. Frá upphafi hefur veðrið verið stærsti örlagavaldur lífs á norðlægum slóðum, en með nútíma tækni, farartækjum, húsnæðiskosti og samfélagsgerð má segja að bein áhrif veðurs á daglegt líf okkar hafi dvínað. Gjörvöll menning Íslendinga er þó sannarlega lituð af áhrifum þessa fyrsta og síðasta umræðuefnis landans og þegar litið er til framtíðar er ekki hjá því komist að horfast í augu við veðrið og þau tengsl sem við höfum við það,“ segir í tilkynningu frá hópnum um sýninguna.


Sýningar á Austurlandi á næstu dögum eru eftirfarandi:
29. júlí Vopnafjörður
31. júlí Neskaupstaður
1. ágúst Loðmundarfjörður
3. ágúst Egilsstaðir
4. ágúst Fáskrúðsfjörður
5. ágúst Djúpivogur
6. ágúst Höfn

Þá verða sirkusnámskeið fyrir börn á aldrinum 9-16 ára á Egilsstöðum og Neskaupstað dagana 30 til 31. júlí

Leikhópurinn saman stendur af þeim: Bryndísi Torfadóttur, Eyrúnu Ævarsdóttur, Jóakim Meyvant Kvaran og Thomas Burke og er hópurinn einnig höfundar verksins ásamt Nick Candy. Leikstjórn er í höndum Agnesar Wild, leikmynda- og búningahönnuður er Eva Björg Harðardóttir, Sigrún Harðardóttir sér um tónlistina, ljósahönnuðir er Friðþjófur Þorsteinsson og framleiðendur eru þær Karna Sigurðardóttir og Eyrún Ævarsdóttir.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.