Allt klárt fyrir Útsæðið á Eskifirði

Dóri DNA, hoppukastalar, húllumhæ og ýmsar klippur frá Kvikmyndasafni Íslands frá Eskifirði fyrr og nú er meðal þess sem boðið verður upp á á bæjarhátíðinni Útsæðinu sem fram fer á Eskifirði um helgina.

Þó Útsæðið sé tæknilega bæjarhátíð Eskfirðinga hefur ekki skort á gesti annars staðar frá gegnum tíðina en nú sem fyrr fara hátíðarhöldin fram á Eskjutúni í miðjum bænum.

Kristinn Þór Jónasson er sem fyrr skipuleggjandi og segir að hátíðin nú verði að mestu með hefðbundnu sniði enda óþarft að breyta því sem vel heppnast.

„Við gerum þetta nánast með sama hætti og síðasta sumar. Skipulagningu er lokið og dagskráin komin út á fésbókarvef Útsæðisins þar sem fólk getur séð hvað hvað við bjóðum upp á. Kannski helst til að nefna að Dóri DNA verður með uppistand á föstudagskvöldið í Valhöll og svo ætlum við á sunnudaginn kemur að sýna svona gamlar klippur frá bænum sem búið er að skeyta saman hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Það verður líka í Valhöllinni.“

Síðasta sumarið þurfti að flytja hátíðarhöldin að hluta til inn í hús sökum veðurs en Kristinn segir að þó spáin sé kannski ekki með allra besta móti nú þá sé búið að gera ráðstafanir og sett upp nógu stór tjöld til að hægt sé að vera utandyra hvað sem gerist í veðrinu.

Dagskrána má sjá hér en herlegheitin hefjast annað kvöld með barnabíósýningu klukkan 17 og pöbbkvisskeppni síðar um kvöldið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.