„Alltaf ástæða til að minna á forvarnir“

„Það er alltaf ástæða til að minna á forvarnir, ekki síst varðandi krabbamein og þetta fannst okkur kjörin hugmynd,“ segir Hrefna Eyþórsdóttir hjá Krabbameinsfélagi Austfjarða.

Félagið hefur, annað árið í röð, gefið öllum leikskólum í Fjarðabyggð og á Djúpavogi, sólarvarnir í því skyni að minna á mikilvægi þessa að gæta sín á húðkrabbameini en tíðni þess meins hefur margfaldast hérlendis á undanförnum árum.

Hrefna segir hugmyndina hafa komið upp fyrir nokkrum árum og full ástæða sé til að brýna fyrir fólki að sólarljósið geti haft alvarleg áhrif á húðina. Allt of fáir hugsi út í mögulegar neikvæðar afleiðingar þess þegar sól er hátt á lofti.

„Börnin eru auðvitað mjög móttækileg fyrir öllu og okkur fannst þjóðráð að koma þessum skilaboðum snemma að. Við gáfum brúsana og létum líka fylgja meiri upplýsingar til handa leikskólastjórnendum og ekki síður foreldrum. Við byrjuðum á þessu í fyrra og undirtektirnar hafa verið afskaplega góðar svo ég sé ekki annað en við höldum þessu áfram næstu árin.“

Börn að leik. Full ástæða er til að huga að sólarvörnum barnanna þegar sól er hátt á lofti enda húð þeirra yngstu viðkvæmari en þeirra fullorðnu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.