Skip to main content

Andrés önd með Norrænu

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. okt 2009 09:19Uppfært 08. jan 2016 19:20

Norræna kom til hafnar á Seyðisfirði í gær og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er ýmislegt sem kemur upp úr skipinu. Þetta virðist vera bíll Andrésar andar en enginn varð þó var við Andrés sjálfan. Bíllinn mun vera á leið á sýningu hjá N1. Skipið siglir utan með kvöldi. Siglingar Norrænu í haust hafa gengið vel og engin ferð hefur verið felld niður vegna veðurs. Ferjan verður ekki í siglingum 5.-19. desember, því þá á hún að þjóna sem hótel í Kaupmannahöfn vegna alþjóðlegu loftslagsráðstefnunnar.

bll_r_norrnu.jpg

 

-

Mynd/Hallgrímur Harðarson/Smyril Blue Water.

 

norrna.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mynd/SÁ