Æðarræktarfélag Íslands mótmælir ákvörðun ríkisins um refaveiðar

Æðarræktarfélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun umhverfisráðherra að hætta þátttöku ríkisins í refaveiðum. Því er haldið fram að með því megi ná fram 17 milljóna króna sparnaði, það er fjarri lagi. Þegar búið er að draga frá virðisaukaskatt, tekjuskatt og útsvar veiðimanna kemur í ljós að raunverulegur sparnaður er í kringum 5 milljónir, og munar þar 12 milljónum í útreikningum.

ur.jpg

Í tilkynningu frá Æðarræktarfélagi Íslands segir að allt frá 13. öld hafa verið inni ákvæði um fækkun refa. ,,Það hafa ekki verið færð rök fyrir því af hverju það sé í lagi að hætta því akkúrat núna.

Fróðlegt væri að heyra hverjir voru ráðgjafar ráðherra í þessu máli, allavega var ekki rætt við neina hagsmunaaðila svo mér sé kunnugt um," segir í tilkynningunni.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar