Átján útskrifuðust frá ME

Átján nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Egilsstöðum í jólaútskrift skólans í ár. Hlutfall fjarnema í jólaútskriftinni fer vaxandi.

Af nemendunum sem útskrifuðust fyrir viku komu sjö af félagsgreinabraut og aðrir sjö af opinni braut. Tveir voru af starfsbraut og sitt hvor nemandinn af náttúrufræðibraut.

Fjöldinn var sá sami og fyrir ári en færri en árin þar áður. Þannig voru nýstúdentarnir 35 í jólaútskriftinni 2020 og 25 árin 2022 og 21.

Samkvæmt upplýsingum frá skólanum hefur hlutfall fjarnema í jólaútskriftinni farið vaxandi, en ME hefur verið með mikla fjarnemaþjónustu og stundar fólk um allt land fjarnám við skólann. Tilkoma opnu brautarinnar, þar sem meira val er í boði og minni skylda þannig síður þarf að bíða eftir að áfangar séu kenndir, hefur aukið þetta. Að þessu sinni brautskráðust átta fjarnemar.

Joanna Natalia Szczelina var með hæstu meðaleinkunn nýstúdentanna. Hún spilaði einnig á píanó við útskriftina. Arna Rut Bjarkadóttir flutti ræðu nýstúdents og Eyrún Arnardóttir, áfangastjóri, var kynnir.

Mynd: ME

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar