Skip to main content

Austfirðingar hvattir til að taka þátt í nýtnivikunni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. nóv 2022 14:10Uppfært 18. nóv 2022 14:14

Evrópska nýtnivikan hefst formlega á morgun laugardag en þar er almenningur brýndur til að draga úr neyslu og nýta hlutina betur en verið hefur.

Fjarðabyggð hvetur sitt fólk og Austfirðinga alla til að taka þátt en yfirskrift vikunnar að þessu sinni er Sóun er ekki lengur í tísku og þar er textíliðnaður sérstaklega tekinn fyrir.

Mikil úrgangsmengun stafar af textílvörum auk þess sem í þeim geira er mikið notað af efnum ýmis konar sem oft fara beint út í ár og læki með tilheyrandi vatnsmengun.

Sérstaklega er bent á þá lausn að setja upp fataskiptimarkaði á vinnustöðum svo dæmi sé tekið en á sérstakri heimasíðu verkefnisins, Saman gegn sóun, má finna ýmsan fróðleik um hvernig fólk getur barist gegn þessu sístækkandi vandamáli.

Fleiri þúsund tonnum af fatnaði er dag hvern hent á haugana í heiminum en mikið af þeim fatnaði má nýta áfram. Það er hugmyndin með evrópsku nýtnivikunni. Mynd Evrópska Umhverfisstofnunin.