„Austfirska“ morðgátan fær góða dóma

Fyrsta þáttaröð glæpaseríunnar A Murder at the End of the World sem að töluverðum hluta var tekin upp á Austurlandi þarsíðasta vor fær almennt frábæra dóma hjá velflestum gagnrýnendum.

Mörgum á Héraði og víðar eflaust í fersku minni þegar stjörnurnar og kvikmyndatökufólkið voru að störfum á nokkrum stöðum á Austurlandi snemma á síðasta ári  en þá var meðal annars um tíma lokað í Vök Baths og Gistihúsið auk fleiri staða vegna kvikmyndagerðarinnar. Stóðu tökur hér yfir í rúman mánuð alls en Covid faraldurinn tafði reyndar tökurnar nokkuð á þeim tíma.

Þáttaröðin, hvers nafn þýðir Morð á heimsenda, gengur gróflega út á að morð er framið á mjög afviknum stað upp í fjöllum að vetrarlagi og koma alls kyns vafasamir karakterar við sögu sem hugsanlegir gerendur. Töluverður fjöldi þekktra leikara kemur við sögu og líklega breski leikarinn Clive Owen þeirra þekktastur.

Það er streymisveitan Hulu sem framleiðir þættina og sýnir og eftir því sem Austurfrétt kemst næst er einnig hægt að nálgast þessa fyrstu þáttaröð gegnum streymisveitu Disney+. Gagnrýnendur er almennt mjög hrifnir af þessum fyrstu þáttum og fær serían 87% hjá Rotten Tomatoes og 7.6 á IMDb. Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr þáttunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.