Austfirskar perlur: Grágæsir á slóðum Lagarfljótsormsins – Myndband
Myndband af grágæsum á sundi á Jökulsá í Fljótsdal er annað myndbandið í samstarfi myndatökumannsins Fannars Magnússonar og tónlistarmannsins Hákons Aðalsteinssonar við Austurfrétt um myndskeið úr austfirskri náttúru.„Grágæsin er fallegur fugl og getur það verið hrein unun að fylgjast með henni á vorin þegar hún er að kenna ungunum sínum að synda,“ segir Fannar um myndband vikunnar.
„Mig hafði lengi langað að ná góðum myndum af gæsinni þegar ég náði þessum á eyrunum í Jökulsá fyrir neðan Hrafnkelsstaði, skammt frá þeim stað sem Hjörtur Kjerúlf bóndi tók svo eftirminnilegt myndband af Lagarfljótsorminum.“