Austfirskar perlur: Grágæsir á slóðum Lagarfljótsormsins – Myndband

Myndband af grágæsum á sundi á Jökulsá í Fljótsdal er annað myndbandið í samstarfi myndatökumannsins Fannars Magnússonar og tónlistarmannsins Hákons Aðalsteinssonar við Austurfrétt um myndskeið úr austfirskri náttúru.

„Grágæsin er fallegur fugl og getur það verið hrein unun að fylgjast með henni á vorin þegar hún er að kenna ungunum sínum að synda,“ segir Fannar um myndband vikunnar.

„Mig hafði lengi langað að ná góðum myndum af gæsinni þegar ég náði þessum á eyrunum í Jökulsá fyrir neðan Hrafnkelsstaði, skammt frá þeim stað sem Hjörtur Kjerúlf bóndi tók svo eftirminnilegt myndband af Lagarfljótsorminum.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.