Austurglugginn kominn á Tímarit.is

Eldri tölublöð Austurgluggans eru nú komin á hinn vinsæla vef Landsbókasafns Íslands, Tímarit.is. Með því er blaðið gert aðgengilegra um leið og varðveisla þess er enn betur tryggð.

Átakið er liður af 20 ára afmæli Austurgluggans en blaðið kom fyrst út í lok janúar árið 2002. Inn á Timarit.is eru nú komnir allir árgangar til og með 2020. Eins árs bið er á birtingu blaða á vefnum. Árgangur 2021 birtist því þar upp úr næstu áramótum.

Katrín Alfa Snorradóttir, markaðsstjóri Austurgluggans, hefur leitt vinnuna með Landsbókasafni Íslands sem heldur úti vefnum. Hún segir vefinn njóta mikilla vinsæla hjá bæði almenningi en líka fólki á borð við nema sem eru að leita sér heimilda.

Með samningnum er stafræn varðveisla Austurgluggans einnig tryggð. „Í fyrsta lagi verðum við meira áberandi eftir að vera komin þarna inn þannig blaðið berst víða en síðan er líka mikilvægt fyrir menningararfinn að hafa blaðið aðgengilegt, eins og fleira, þannig það glatist ekki.

Ég er sannfærð um að margt fólk verður ánægt með að geta skoðað þarna gamla Austurglugga, eins og við sáum á frábærum viðtökum við afmælisblaðinu okkar um daginn, enda vitum við að blaðið er hjartfólgið mörgum.“

Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri hjá Landsbókasafninu, Katrín Alfa Snorradóttir markaðsstjóri Austurgluggans og Emma Björk Hjálmarsdóttir frá Eskifirði sem hélt utan um samninginn fyrir hönd safnsins við undirritun hans.

Lengri útgáfa birtist í Austurglugganum sem kom út í vikunni. Hægt er að panta áskrift hér.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.